Skilmálar Alfen á Íslandi um notkun á vefkökum
Skilmálar þessir eiga við um notkun vefkaka á eftirtöldu léni; alfen.is
Um vefkökur
Vefkökur (e. cookies) eru litlar textaskrár sem eru vistaðar á tölvunni þinni eða öðrum snjalltækjum sem þú notar til að heimsækja vefsíðu í fyrsta sinn. Vefkökurnar gera það að verkum að vefsíðan man eftir þér og hvernig þú notaðir síðuna í hvert sinn sem þú heimsækir hana aftur. Vefkökur innihalda ekki persónuupplýsingar á borð við nafnið þitt, netfang, símanúmer eða kennitölu.
Hvernig við notum við vefkökur
Vefkökur sem teljast nauðsynlegar gera notandanum kleift að ferðast um vefsíðuna og nota þá virkni sem síðan býður upp á. Vefkökur sem notaðar eru til að bæta virkni vefsíðunnar og auka þannig þjónustu við notendur gera svo með því að t.d. muna hvaða vörur voru settar í körfu eða innskráningu á Mínar síður.
Vefmælingar
Vefkökur eru einnig notaðar til að bæta frammistöðu vefsíðunnar og nýtum við okkur til þess þjónustu fyrirtækja á borð við Google Analytics og Siteimprove til vefmælinga og gæðaeftirlits. Upplýsingar sem notaðar eru í þessum tilgangi eru sem dæmi tegund vafra, stýrikerfis og skjástærð notenda, fjöldi og lengd heimsókna, ferðalag notenda og leitarorð. Við notum þessar upplýsingar til að bæta upplifun notenda og við þróun á vefsíðunum okkar.
Markaðsskilaboð
Við notum vefkökur frá þriðja aðila til að deila sumum upplýsingum með samstarfsaðilum sem við notum til að auglýsa með, svo við vitum hvaðan þú komst inn á vefsíðuna. Við getum einnig notað vefkökur til að greina hvaða tilteknu síður á vefsíðunni þú hefur áhuga á. Þessar upplýsingar má nota til að birta þér auglýsingar sem við teljum að þú hafir áhuga á að sjá, til að sníða þau skilaboð sem við birtum þér eða það efni sem við sendum þér. Við deilum ekki persónugreinanlegum upplýsingum með þessum aðilum eða vefsíðum þriðja aðila sem birta auglýsingar fyrir okkur.
Vefkökur frá fyrsta og þriðja aðila
Vefkökur frá fyrsta aðila (e. first-party cookies) koma frá sama léni og vefsíðan sem þú ert að heimsækja, í þessu tilfelli syn.is, á meðan vefkökur þriðja aðila (e. third-party cookies) eru vefkökur sem koma frá öðrum léni en síðunni sem þú ert að heimsækja. Sem dæmi getum við verið með hnapp til að líka við eða deila efni á Facebook eða birt myndband frá Youtube á vefsíðunum okkar og þannig gætu viðkomandi fyrirtæki komið fyrir vefköku í tölvunni þinni eða snjalltæki. Við höfum ekki stjórn á hvernig þessi fyrirtæki nota sínar vefkökur en hvetjum þig til að kynna þér hvernig þau nota vefkökur og hvernig þú getur stjórnað þeim. Flestir vafrar bjóða upp á þann möguleika að loka á kökur frá þriðja aðila en samþykkja kökur frá fyrsta aðila.
Stilla notkun á vefkökum
Þú getur stýrt því hvernig þú notar vefkökur í þínum vafra, m.a. þannig að notkun þeirra sé hætt. Hér má finna góðar leiðbeiningar um hvernig þú stillir notkun á vefkökum eða slekkur alfarið á notkun þeirra í hinum ýmsu vöfrum (athugaðu að slóðin opnar nýjan glugga í vafranum þínum).